Eru trúlofuð
Álfhildur Ólafsdóttir og Halldór Holt kynntust á Makaleit í heimsfaraldrinum og eru nú trúlofuð. „Við höfum ekki haft tíma til að gifta okkur,“ segir Álfhildur. Um síðuna Makaleit segir hún: „Þetta er ekki staður fyrir fíflagang og skyndikynni. Þetta er fólk sem vill vera í alvöru samskiptum.“
Flutt inn saman stuttu síðar
Álfhildur segir að hlutirnir hafi gengið hratt fyrir sig eftir að þau kynntust. Þau bjuggu í sitthvorum landshlutanum en þegar tækifæri gafst til að hittast gripu þau það. „En svo þegar fólk er komið á okkar aldur þá er maður meðvitaðri um að það er ekkert endalaust hægt að dúlla sér,“ segir hún. Þau fluttu því saman haustið sem þau kynntust.
Ferðalögin sameinuðu
„Við fórum í fyrra í langferð í Skandinavíu og lögðum svo af stað í haust um Suður-Evrópu og flugum svo til Kanarí þar sem við ætlum að vera þangað til við leggjum aftur stað í húsbílnum eftir tvær vikur,“ segir hún en húsbíllinn fékk að vera í Alicante á meðan.