Frásagnir notenda

Ummælin hér fyrir neðan eru birt með leyfi notenda.

Og nú búum við saman

"Komið þið sæl. Ég var svo heppin að finna ástina stuttu áður en tíminn rann út. Ég segi í gríni að ég hafi kveikt á blikkljósunum og Nonni hafi séð bjarmann og komið til mín. Hann hafði samband við mig og nú búum við saman. ❤️❤️" (Kona 77 ára)

Ég er mjög þakklát þessari síðu

"Góðan dag. Ég er komin í samband við góðan mann og fundum við kvort annað á Makaleit. Ég er mjög þakklát þessari síðu fyrir að gefa fólki nýja trú á að finna ástina💖 ég vil biðja ykkur að taka mig af þessari síðu ( mynd og nafn ) og þakka ég kærlega fyrir mig , og megið þið lengi lifa 🙏🏻✝️💖." (Kona 65 ára)

Erum farin að skipuleggja framtíðina saman og ástin blómstrar

"Langar að þakka fyrir vefinn ykkar, því án hans hefði ég ekki fundið ástina. Var búin að leita lengi - en svo birtist hann og allt small saman. Erum farin að skipuleggja framtíðina saman og ástin blómstrar." (Kona 65 ára)

Fann gullmola

"Fann gullmola fljótlega hjá ykkur og búin að vera saman í rúma 10 mánuði. Takk fyrir góða þjónustu og góða matching tækni." (Maður 62 ára)

Það þurfti bara eitt stefnumót

"Já það var vegna þess að ég fann ástina sem aðgangurinn fór í bið. Það þurfti bara eitt stefnumót og það besta var að hann bjó í næstu blokk við mig. Í dag erum við trúlofuð og ætlum viðað gifta okkur í ágúst næstkomandi. Takk kærlega fyrir okkur." (Kona 46 ára)

Við höfum aldrei verið eins hamingjusöm

"Ég skráði mig inn á Makaleit í vor, þá var ekki liðinn langur tími frá því að ég varð ekkja, og var aðallega að leita að félagsskap. Ég var ekki búin að vera lengi inni á vefnum þegar ég rekst á prófíl sem mér leyst vel á. Ég sendi honum vinabeðni, sem hann samþykkti. Nú um 5 mánuðum seinna erum við flutt saman (enda var ekki nema ein blokk á milli okkar) og í dag bað hann mig um að trúlofast sér. Við höfum aldrei verið eins hamingjusöm. Við viljum bæði þakka Makaleit fyrir að okkar leiðir lágu saman." (Kona 52 ára)

Ástin okkar blómstrar

"Jú ástin okkar blómstrar og nú sem aldrei fyrr, ég flutti úr höfuðborginni til hans í litla sjávarþorpið hans og þrífst afar vel hér. Við fengum hvolp sem er okkar 'hundabarn' og er nýorðinn 2ja ára og erum núna í söluferli með eignirnar okkar og ætlum að kaupa saman hér. Væntanlega skráum við okkur í sambúð þá en ég hef verið ekkja í 10 ár." (Kona 61 ára)

Ég elska...

" …hvað þessi vefur er vandaður og vel að honum staðið!! :D Takk takk, finnst ég geta verið örugg á honum og mun minni hætta, en á öðrum stefnumótasíðum, að lenda ekki í rugli, og ef það gerist með einhvern ákveðinn aðila, þá er hlustað á mann ef maður vill senda ábendingu. Líður vel með það að vera hér inni. Hjartans þakkir fyrir að skapa og búa til þennan flotta vettvang ! <3" (Kona 56 ára)

Var nú frekar vondauf um að einhver hefði áhuga á 79 ára gamalli konu

"Góðan dag, ég var svo heppin að finna manninn sem ég leitaði að mjög fljótt. Hafði verið ekkja í rúm sjö ár og var nú frekar vondauf um að einhver hefði áhuga á 79 ára gamalli konu. En viti menn, rak ekki á fjörur mínar ekkjumann sem hafði verið einn í rúm tvö ár, jafn gamall en kátur og hress og við ætlum að leiðast saman inní sólarlagið með viðkomu á Spáni. Takk kærlega Makaleit!" (Kona 79 ára)

Mikið að gera með nýja kærastanum og manninum í mínu lífi

"Heil og sæl. það er góð ástæða fyrir því að ég hef ekki komið inn á makaleit.is. Það er svo mikið að gera með nýja kærastanum og manninum í mínu lífi. Og hvar skyldi ég hafa hitt hann? Jú nema á Makaleit.is!!! Við erum búin að vera saman í fjóra mánuði, erum flutt saman og höfum ferðast mikið saman. Nú erum við á leið til sólarlanda og það má segja að hamingjan leiki við okkur og drjúpi af okkur. Takk fyrir okkur!!" (Kona 54 ára)

Sjáum bæði framtíð í sambandinu

"Ég kynntist yndislegum manni á Makaleit.is og við höfum verið saman í sex vikur og allt gengur ljómandi vel og við sjáum bæði framtíð í sambandinu. Takk fyrir kærlega makaleit.is" (Kona 50 ára)

Hringtrúlofuð í nær níu mánuði

"Við höfum nú verið hringtrúlofuð í nær níu mánuði og búið saman ívið skemur. Vona að Makaleit.is verði sem lengst við lýði. Í þakklætisskyni fyrir að hafa hjálpað okkur að kynnast er hér lítið vísukorn:
Á því leikur enginn vafi,
ykkur það ég segja vil:
Á Makaleit ég held mér hafi
hlotnast það sem best er til."
  (Kona 58 ára)

Líður eins og að við höfum alltaf þekkst

"Í minni annarri tilraun hérna á Makaleitinni fundum við hvort annað og erum búin að vera saman í 6 mánuði. Auðvitað var rætt um vefinn hérna og sagði hann mér að hann hafi hitt tvær en ekkert gerst og var ákveðinn að láta áskriftina renna út. Er hann átti 3 daga eftir fékk hann póst um að ég væri komin inn nýskráð og að við pössuðum vel saman samkvæmt persónuleikaprófinu sem við höfðum bæði tekið. Vil meina að það hafi algerlega hjálpað okkur því hann hafði samband og framlengdi ákriftina er við byrjuðum að spjalla. Við hittumst og eftir það er ekki aftur snúið, næsta skref er að ræða sambúð og framtíðina því okkur líður eins og að við höfum alltaf þekkst." (Kona 57 ára)

Við erum þakklát, ykkur og forsjóninni

"Ég kynntist manni í gegn um síðuna þína og við erum í góðu sambandi. Búin að fara saman í tvær ferðir og stefnum á áframhald bæði hérlendis og erlendis. Við erum líka hrifin af hvort öðru og það þróast áfram, vonandi í ást. Altént fer mjög vel á með okkur og við erum þakklát, ykkur og forsjóninni." (Kona 67 ára)

Erum ástfangin upp fyrir haus

"Við erum 67 og 69 ára erum eins og ástfangnir unglingar. Við erum eins og tveir dropar svo líkan húmor og áhugamál. Búin að ferðast mikið saman og erum ástfangin upp fyrir haus. Takk fyrir Makaleit að vera til því annars hefðum við aldrei hist." (Kona 69 ára)

Búin að eignast barn saman og gifting næst á dagskrá

"Við kynntumst á Makaleit haustið 2014 og höfum verið saman síðan. Búin að eignast barn saman og gifting næst á dagskrá. Takk kærlega fyrir okkur." (Kona 37 ára)

Við erum enn saman

"Við erum enn saman - þetta verða 5 ár í haust. Við erum þér óendanlega þakklát fyrir að hafa búið til þennan vettvang sem gerði okkur kleift að kynnast." (Kona 44 ára)

Fann æskuástina mína hér

"Hef gleymt að afskrá mig var svo heppinn að ég fann æskuástina mína hér. Takk fyrir." (Kona 60 ára)

Fann á vefnum ykkar dásamlega konu

"Ég fann á vefnum ykkar dásamlega konu með svipuð áhugamál og ég. Það bendir allt til að við komum til með að njóta lífsins saman, vonandi til langrar framtíðar." (Maður 67 ára)

Hef nú verið gift þessari elsku í bráðum 4 ár

"Þakka ykkur fyrir þetta frábæra framtak, sem Makaleit er. Ég fann ástina þar 2013 og hef nú verið gift þessari elsku í bráðum 4 ár !! Vonandi göngum við saman lífsins veg þar til yfir líkur. Þökk sé Makaleit." (Kona 68 ára)

Fann ástina hér 14. september 2018

"Mig langar til að þakka fyrir æðislega síðu. Var hikandi fyrst en svo ákvað ég að reyna og fann ástina hér 14. september 2018...byrjuðum fyrst á spjallinu hér...og svo fórum við að hittast ... og nú erum við farin að búa saman. Búinn að vera æðislegur tími. Takk fyrir mig." (Kona 49 ára)

Persónulega veit ég um sambönd sem hafa lukkast þín vegna

"Þessi síða þín er alveg toppurinn á jakanum, persónulega veit ég um sambönd sem hafa lukkast þín vegna, meira að segja innan fjölskyldunnar, og hjá kornungu fólki, virkilega gaman. Það eru allir sem ég hef heyrt frá sammála okkur með þetta hjá þér. Þakka þér." (Maður 59 ára)

Eigum Makaleit svo sannarlega mikið að þakka

"Við hjónin eigum Makaleit svo sannarlega mikið að þakka. Höfum oft rætt það okkar á milli. Gangi þér allt í haginn." (Kona 66 ára)

Á Makaleit.is hef ég bara mætt kurteisum og hófsömum mönnum

"Já kannski get ég sagt að ég hafi fundið ástina, allavega erum við saman enn þá eftir rúm 3 ár með smá hléum þó. Ég skildi við eiginmann minn til 20 ára aðeins fáum mánuðum áður en við Óli hittumst á Makaleit.is. Óli sagði mér að hér um bil allt sem ég sagði í kynningunni um mig hafi heillað hann, og segi ég oft mikið. Við hætttum að hittast um tíma og fór ég þá inná fleiri makaleitarsíður, en karlar voru mun grófari þar. Á Makaleit.is hef ég bara mætt kurteisum og hófsömum mönnum." (Kona 57 ára)

Er núna kominn í samband

"Takk fyrir þessa síðu hún er flott. Er núna kominn í samband og vonandi gengur það vel og heldur áfram að þróast. Gangi ykkur líka vel. Takk fyrir mig." (Maður 68 ára)

Pössum saman eins og sokkapar

"Sælir verið þið. Ég fann draumadrottninguna hér á Makaleit síðastliðið sumar. Við erum rosalega ánægð saman og pössum saman eins og sokkapar, annar sokkurinn er ekkert án hins." (Maður 63 ára)

Ég fann ástina á makaleit.is á þriðja degi

"Ég fann ástina á makaleit.is á þriðja degi sem ég var þar skráð og í dag er lífið og tilveran bara dásamleg." (Kona 64 ára)

Get ekki lýst því hve mennirnir hér eru kurteisari og kunna sig betur

"Góðan dag. Takk fyrir vefinn, best hvað hefur fækkað á honum. Ég hef verið á öðrum vef lika, hröklaðist þaðan burt og get ekki lýst því hve mennirnir hér eru kurteisari og kunna sig betur." (Kona 55 ára)

Við höfum verið nánast óaðskiljanleg

"Ég kynntist mjög fljótlega konu í gegn um síðuna og okkur leist strax vel á hvort annað. Við hittumst fljótlega eftir að við byrjuðum að spjalla saman því við komumst að því að við áttum mjög margt sameginlegt. Við höfum verið nánast óaðskiljanleg frá því við hittumst fyrst enda kviknaði ástin fljótlega og til að gera langa sögu stutta þá búum við saman í dag og það stendur ekki til að breyta því. Svo við getum með góðri samvisku sagt að við fundum ástina á Makaleit.is." (Maður 58 ára)

Barn á leiðinni

"Sæl verið þið, já það passar, ég fann ástina mína á Makaleit, við erum núna búin að hittast í um 7 mánuði, byrjuð að búa saman, einnig barn á leiðinni, ég er mjög hamingjusamur, takk fyrir að frábæra vefsíðu Makaleit.is." (Maður 42 ára)

Erum búin að fara nokkrum sinnum til útlanda

"Fann ástina fljótlega eftir að ég skráði mig eða fyrir rúmlega 1 og hálfu ári. Fórum að hittast fljótlega og höfum verið saman síðan og búum saman í dag, erum búin að fara nokkrum sinnum til útlanda og ferðast mikið innanlands, og njótum lífsins saman. Takk fyrir mig." (Kona 56 ára)

Stórfurðulegt hvernig það gat gerst

"Ég er búin að finna frábæran mann þarna hjá ykkur, stórfurðulegt hvernig það gat gerst og ég kunni ekki neitt á þetta allt saman hjá ykkur. Við erum búin að hittast og erum byrjuð að plana ýmislegt skemmtilegt. Takk fyrir mig!" (Kona 61 ára)

Við ætlum að halda jólin saman

"Ég hitti strax mann. Það reyndist vera gamall vinur. Ekki kærasti. Við ætlum að halda jólin saman. Ég er ánægð og það er bara eins og við höfum alltaf þekkst. Þakka á hverjum degi fyrir að hafa sett inn auglýsingu. Takk fyrir mig. Einhverja tilfinningu hef ég þannig að við verðum alltaf saman. Dásamlegt." (Kona 63 ára)

Ég fann frábæran mann á þessu fyrsta deiti

"Ég hafði satt best að segja ekki mikla trú á svona stefnumótasíðum en vinkona mín manaði mig til að skrá mig af því að hún er að leita að hinum eina sanna á vefnum líka. Ég lofaði henni að ég myndi prófa ókeypis tímabundna áskrift og að ég myndi prófa að fara á eitt deit svona til að friða hana. En viti menn, ég fann frábæran mann á þessu fyrsta deiti. Það var allt sem þurfti, eitt deit (hann var reyndar ekki jafn heppinn og ég og þurfti að fara á nokkur misheppnuð deit áður en við hittumst). Það vildi nú þannig til að við fórum að spjalla rétt áður en fría áskriftin rann út svo að ég borgaði 600 kallinn af því að ég var forvitin og leist vel á hann. Nú hefur hann að sjálfsögðu gælunafnið '600-kallinn' í vinahópnum! Takk fyrir mig þið sniðuga fólk sem stofnuðuð makaleit.is. Við munum skála fyrir ykkur í bústaðnum um helgina ;)" (Kona 39 ára)

Aldrei verið hamingjusamari

"Við smullum strax saman og ég hef aldrei verið hamingjusamari. Takk fyrir mig:)" (Kona 28 ára)

Ég fann ástina á Makaleit

"Ég fann ástina á Makaleit fyrir tæpu ári síðan og hún blómstrar vel :-) Ég get mælt með þessum vef fyrir þá sem vilja í raun finna ástina og eru ekki bara að leita að stundargamni." (Maður 59 ára)

Erum mjög ánægð

"Er búin að vera í sambandi í rúma 3. mánuði og erum mjög ánægð og þökkum fyrir góða þjónustu." (Kona 52 ára)

Stefnum á sambúð með vorinu

"Ég var svo heppinn að ég fann ástina á Makaleit. Við erum enn saman rúmum fjórum mánuðum síðar og þetta gengur það vel hjá okkur að við stefnum á sambúð með vorinu, ástin bara blómstrar og lífið er yndislegt! Get svo sannarlega mælt með Makaleit.is, takk fyrir að vera til, fyrir mig!" (Maður 49 ára)

Við eigum Makaleit.is að þakka að við erum par í dag

"Ég fann mér góðann mann inni á Makaleit.is eftir fáeina daga þar inni. Stutt spjall okkar á milli á Makaleit.is í nokkra daga, í júní, síðan flugu nokku sms á milli. Mér var boðið á "einstakt" ísdeit og ég féll fyrir manninum, fimm mánuðum síðar erum við enn saman. Hann bjó hér í næsta nágrenni við mig og ég gekk daglega heim úr vinnu fram hjá heimili hans án þess að mig grunaði að þar "leyndist ástin". Reyndar erum við flutt saman og lífið er ljúft. Yndislegur maður og það er verið að púsla hlutunum saman. Við eigum Makaleit.is að þakka að við erum par í dag." (Kona 55 ára)

Ég fann draumaprinsinn minn

"Takk kærlega fyrir góða síðu. Ég fann draumaprinsinn minn - allt ykkur að þakka. Við erum bæði mjög ánægð og undrandi." (Kona 26 ára)

Góður vettvangur til að kynnast öðrum á heilbrigðan hátt

"Fyrst vil ég hrósa ykkur fyrir þenna vef hann er mjög góður vettvangur til að kynnast öðrum á heilbrigðan hátt, kærar þakkir fyrir mig. Já ég fann félaga á vefnum sem ég er mjög ánægð með og hef ráðlagt öllum einhleypum sem ég þekki að prufa vefinn ykkar." (Kona 46 ára)

Mjög sáttur í dag enda náði ég í yndislega og góða konu

"Ég mæli með þessum vef. Ég fann konu hér. Bauð henni upp á ís og þá vorum við búinn að vera í sms bandi. Við vorum tilbúin að hittast og fá okkur ís. Ég bauð henni upp á jojo ís, er hún var búin að fylla sína ísdós þá kom ég til að borga með korti, þá var því hafnað. Þá voru góð ráð dýr. Ég sagði að ég þyrfti að redda þessu með peningana. Bað hana að býða eftir mér, er ég kom aftur var hún ekki búin að missa áhugann á karlinum. Við hlógum að þessu af því að ég var pening í vasanum til að borga ísinn. Við erum enn saman, og þakka ég Makaleit fyrir mig. Mjög sáttur í dag enda náði ég í yndislega og góða konu. Takk fyrir mig." (Maður 55 ára)

Ég skráði mig í dag og er strax kominn i samband við konu með sömu áhugamál

"Annars er þetta alveg frábær uppsetning á þessu hjá þér, þessi persónuleikapörun og vottun, átt alveg heiður skilinn fyrir það. Búið að vera alveg ákaflega þreytandi þessar síður hingað til, fullar af fólki sem ekkert ætlar sér annað en daðra, engin alvara. Ég skráði mig í dag og er strax kominn i samband við konu með sömu áhugamál, alveg ótrúlegt!" (Maður 63 ára)

Svona vef vantaði alveg í flóruna

"Mjög ánægð með þennan vef og þetta er flott framtak hjá ykkur. Svona vef vantaði alveg í flóruna. Gangi ykkur sem allra best :)" (Kona 47 ára)

Mjög heilbrigð stefnumótasíða

"Verð að segja að Makaleit er mjög heilbrigð stefnumótasíða. Svo takk fyrir allt og gangi ykkur vel." (Kona 48 ára)

Og takk fyrir hvernig hefur gengið að nota síðuna

"Takk kærlega fyrir auðkenninguna, traust er mikilvægt í þessum málum. Og takk fyrir hvernig hefur gengið að nota síðuna, það er í alla staði auðvelt og aðgengilegt, þess vegna ákvað ég líka að framlengja með áskrift." (Maður 45 ára)

Vefurinn þinn er mjög góður

"Eftir rúmlega tveggja mánaða leit á vefnum þínum hitti ég mann sem mér líkaði og erum við enn að hittast þrátt fyrir að annað búi á Akureyri og hitt í Reykjavík. Takk fyrir að fá að nota hann og gangi þér vel, vefurinn þinn er mjög góður, ég hef einungis hitt heiðarlega menn á honum." (Kona 54 ára)

Ég þurfti aðeins eitt stefnumót

"Ég hætti að nota vefinn ykkar vegna þess að ég var svo heppinn að finna ástina þar. Ég þurfti aðeins eitt stefnumót til þess að finna það sem ég leitaði að." (Maður 51 ára)

Allt gengur mjög vel

"Ég fann ástina á makaleit og erum við búin að vera saman í ár en erum í fjarsambandi þar sem kærastinn minn á heima úti á landi. Við reynum að hittast allavega 1 sinni í mánuði og allt gengur mjög vel." (Kona 36 ára)

Ætlum að vera og njóta alls þess jákvæða

"Við erum búin að búa saman í 10 mán, allt virðist ganga vel og okkur líður vel saman. Auðvitað erum við tveir persónuleikar en vinnum vel úr því að okkur finnst. Við ætlum að vera og njóta alls þess jákvæða í lífinu. Takk fyrir að halda þessari síðu úti." (Kona 70 ára)

Notendur um spilakvöld

Yndislegt að eiga góða stund með makaleitarfólkinu

"Frábært - eiginlega bara yndislegt að eiga góða stund með makaleitarfólkinu :) Enginn að pæla í neinu eða neinum, bara spjallað, spilað og snarlað :) Ég m.a.s. lærði nýtt spil :)" (Kona 67 ára)

Það var gaman að taka þátt í spilakvöldinu

"Það var gaman að taka þátt í spilakvöldinu og kærkomin tilbreyting að hitta aðra sem eru opnir fyrir því að finna samherja í lífinu." (Kona 63 ára)

Mjög góð leið til að kynnast fólki

"Mætti á spilakvöld hjá Makaleit.is á Café Loki og er skemmst frá því að segja að það fór fram úr björtustu vonum, mjög góð leið til að kynnast fólki og áður en ég vissi af var tíminn floginn í burt. Takk fyrir mig." (Maður 54 ára)

Hlakka til að mæta aftur

"Takk fyrir vel heppnað spilakvöld, hlakka til að mæta aftur." (Kona 46 ára)

Bíð spenntur eftir næsta spilakvöldi

"Takk fyrir skemmtilega spilakvöld, bíð spenntur eftir næsta spilakvöldi. Takk fyrir mig." (Maður 57 ára)

Afslappað og notalegt

"Takk fyrir þetta framtak, mér fannst þetta vel heppnað, afslappað og notalegt." (Kona 55 ára)

Hvet ykkur hin að mæta

"Spilakvöldið kom alveg skemmtilega á óvart, skemmtilegt og notalegt. Hlakka til að mæta á næsta spilakvöld og hvet ykkur hin að mæta. Takk fyrir mig." (Maður 57 ára)

Ert þú notandi sem er ánægður með vefinn? Sendu okkur gjarnan tölvupóst á: makaleit@makaleit.is

Við hvetjum þig til að skrá þig og finna ástina .... það kostar ekkert að skrá sig og allir geta prófað án nokkurra skuldbindinga. Ef þú vilt geta lesið og sent skilaboð getur þú keypt einn mánuð á aðeins 1.399 kr.