Almennar upplýsingar

Makaleit.is er íslenskur stefnumótavefur fyrir fólk á öllum aldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Vefurinn var opnaður 2. mars 2013 og er nú með 909 virka notendur.

Það kostar ekkert að skrá sig og allir geta prófað einn dag án nokkurra skuldbindinga. Þeir sem vilja geta lesið og sent skilaboð eftir þann tíma geta keypt einn mánuð á aðeins 899 kr (verðskrá).

Makaleit.is býður upp á sjálfvirka persónuleikapörun. Notendur geta valið að svara um 200 spurningum og fá þá að vita hversu vel þeir passa við aðra notendur. Spurt er um persónuleika, sýn á samböndum og áhugamál.

Á Makaleit.is geta notendur sjálfir valið hverjir fá aðgang að þeirra upplýsingum. T.d. er hægt að velja að einungis karlmenn á aldrinum 25-30 ára sjá upplýsingarnar. Einnig er hægt að velja að einungis innskráðir notendur, vinir eða auðkenndir notendur fái aðgang.

Eitt af því sem gerir Makaleit.is öruggari en aðra stefnumótavefi er að notendur geta valið að gerast auðkenndir, en þá er Makaleit.is búið að staðfesta aldur og kyn notandans. Einnig birtast engar myndir né textar um notendur fyrr en eftir samþykktarferli.

Þess má geta að þegar fólk skráir notanda þarf það að staðfesta að það er ekki í föstu sambandi, því Makaleit.is er ekki staður fyrir fólk í leit að viðhaldi eða skyndikynnum.

Makaleit.is hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum í gegnum árin fyrir sína notendur, t.d. hraðstefnumót og spilakvöld.

Fjölmargir Íslendingar hafa fundið ástina á Makaleit.is, sjá frásagnir notenda.

Umfjöllun


6. mars 2019   Einhleypir saman í páskaeggjagerð
"Birni Inga Halldórssyni fannst vanta vandaðan stefnumótavef hér á landi þegar hann stofnaði Makaleit.is. Hann hefur staðið fyrir ýmsum uppákomum en framundan er páskaeggj​aeggjagerð."

 


13. febrúar 2015   Finna ástina á netinu
"Þegar ég setti vefinn upp hélt ég að 90 prósent allra sem myndu skrá sig yrðu á aldrinum 20 til 30 ára og meirihlutinn karlar. Raunin varð hins vegar allt önnur því hlutfall kynjanna er jafnt og flestir þeirra sem skrá sig eru á miðjum aldri."


11. mars 2014   Margir einmana
"Ég hef fengið mikinn póst þar sem fólk þakkar fyrir síðuna og að það hafi fundið ástina í gegnum hana. Einn var frá sjötíu ára gamalli konu sem var að þakka mér fyrir að hafa fundið mann sem hún var að fara að eyða jólunum með."

 


4. febrúar 2014   Tengir einmana Íslendinga
"Hugsunin á bak við vefinn er að hjálpa fólki að komast út úr einverunni og hann er fyrir fólk á öllum aldri frá átján ára." ... "Ég hef fengið ófáa tölvupósta frá notendum Makaleitar sem hafa fundið ástina. Það er hvatning fyrir mig að halda áfram á þessari braut og tengja þá sem eru vinalausir."


29. nóvember 2013   Fjölmargir Íslendingar finna ástina á netinu
"Töluverður fjöldi hefur fundið ástina á síðunni og það er mjög gaman að sjá að þetta ber árangur. Þetta byrjaði sem áhugamál hjá mér en er mjög gefandi. Það er sérstök tilfinning að vita að þetta virkar í alvörunni."

 


29. nóvember 2013   Fjölmargir finna ástina á Netinu
"Björn Ingi Halldórsson er maðurinn á bak við stefnumótasíðuna Makaleit.is. Síðan hefur verið opin í tæplega ár og hafa fjölmargir notendur fundið sinn lífsförunaut á vefnum. Vefurinn fór í loftið 2. mars á þessu ári og nú eru 2.300 virkir notendur á síðunni."


11. maí 2013   Langar þig að eignast maka?
"Hugmyndin kom upp þegar ég heyrði kunningja mína tala um að það vantaði alvöru stefnumótasíðu, þar sem fólk gæti fundið maka og ekki einnar nætur gaman."

 


11. apríl 2013   Stefnumótasíða fyrir fólk í leit að maka
"Aðspurður segir hann að vefurinn sé einstaklega traustur og geta notendur sjálfir stýrt því hverjir hafa aðgang að hvaða upplýsingum."


11. apríl 2013   Stefnumótasíða fyrir fólk í leit að maka
"Síðan er ætluð fólki í leit að lífsförunaut og hefur slegið í gegn meðal einhleypra kvenna." (bls. 42 Menning)

   
Við hvetjum þig til að skrá þig og finna ástina .... þú færð fría áskrift í einn dag án nokkurra skuldbindinga. Ef þú vilt geta lesið og sent skilaboð eftir þann tíma getur þú keypt einn mánuð á aðeins 899 kr.