Viðburðir

Makaleit.is hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum í gegnum árin þar sem notendur fá tækifæri á að kynnast öðrum notendum í öruggu umhverfi. T.d. hraðstefnumót, spilakvöld, páskaeggjagerð og matreiðslunámskeið. Það er markmið okkar að hafa ávallt einhver námskeið í boði. Ef þú ert með hugmynd að námskeiði þá láttu okkur endilega vita á makaleit@makaleit.is.

Málum og skálum

Því miður eru engin málningarnámskeið í boði á næstunni, en ef nógu margir senda okkur tölvupóst á makaleit@makaleit.is þá verður haldið námskeið.

Þessi viðburður er fyrir alla sem langar til að koma saman og finna listamanninn í sér. Námskeiðið fer fram á vinnustofu myndlistarmannsins Charlottu Soffíu Sverrisdóttur í Auðbrekku 6 Kópavogi. Gestir mála eina mynd, 40x50 cm að stærð með akrýl litum og hafa með sér heim. Allt efni er innifalið. Gestir geta málað frjálst eða eftir fyrirmynd, teiknað upp á glæru og varpað upp á vegg með myndvarpa sem er á staðnum. Gestir mega hafa með sér léttar veitingar t.d. rautt/hvítt vín, bjór eða gos. Þetta er ekki námskeið í myndlist ... þetta er "fun art, not fine art" ;-)

Hámarksfjöldi er 8 manns, 4 karlar og 4 konur. Verð fyrir námskeiðið er 7.900 kr.

Spilakvöld

Því miður eru engin spilakvöld í boði á næstunni, en ef nógu margir senda okkur tölvupóst á makaleit@makaleit.is þá verður haldið spilakvöld.

Spilakvöldin fara fram í hlýlegum sal Café Loki, Lokastíg 28 (á móti Hallgrímskirkju). Eingöngu spilarar hafa aðgang að sal á meðan á spilakvöldinu stendur. Það er úr mörgum skemmtilegum spilum að velja (t.d. Matador og MasterMind) og þeir sem vilja geta mætt með sitt uppáhaldsspil. Markmiðið er að allir nái að spila eitthvert spil með öllum þáttakendum af gagnstæðu kyni.

Hámarksfjöldi er 12 manns, 6 karlar og 6 konur. Verð fyrir spilakvöld er 3.500 kr.

Pub Quiz

Því miður eru engin Pub Quiz í boði á næstunni, en ef nógu margir senda okkur tölvupóst á makaleit@makaleit.is þá verður haldið Pub Quiz.

Pub Quiz fara fram í hlýlegum sal Café Loki, Lokastíg 28 (á móti Hallgrímskirkju). Eingöngu spilarar hafa aðgang að sal á meðan á Pub Quiz stendur. Fyrir þá sem ekki vita hvað Pub Quiz er þá er þetta ótrúlega einfaldur spurningaleikur. Það eru 2 af gagnstæðu kyni saman í liði og þeir eiga að reyna að svara eins mikið af spurningum og þeir geta.

Hámarksfjöldi er 12 manns, 6 karlar og 6 konur. Verð fyrir Pub Quiz er 3.500 kr.